Um miðjan júní í fyrra tókst okkur gellunum í umferðadeildinni loksins að skipta um útvarpsstöð í vinnubílnum okkar eftir að hafa farið með hann á verkstæði. Þá vorum við búnar að hlusta á Zúúber á hverjum einasta morgni í mánuð og brutust því út svakaleg fagnaðarlæti þegar við gátum loksins skipt yfir á Rás 2 sem er reyndar uppáhalds útvarpsstöðin mín. Það var svo einn ljúfan morgun sem við vorum að vinna í hinum fallega vesturbæ Reykjavíkur (note to self: eiga íbúð þar í framtíðinni) þegar einstaklega skemmtilegt og grípandi lag hljómaði í hátölurunum. Ég vissi ekki hvaða lag þetta var og spurði því tónlistarspekinginn og málningarmeistarann Eddu hvaða lag þetta væri. Þetta lag reyndist vera M79 með þá verðandi uppáhalds hljómsveitinni minni. Þegar ég kom heim úr vinnunni hringdi ég strax í vinkonu mína sem ég deili alltaf með fundnum tónlistar-fjársjóðum og sagði henni frá laginu en það var ekki nýtt fyrir henni því hún átti þegar plötuna með þeim.
Ég vildi óska þess að ég hafi uppgötvað Vampire Weekend fyrr og asnast til að fara á Airwaves 2008 þegar þeir komu hingað að spila!
Anna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli