þriðjudagur, 10. ágúst 2010

Hamingja



Síðasta daginn í skólaferðalagi í Árósum stálumst ég og vinkona mín úr vettvangsferð um einhvern stórglæsilegan skóg til að fara í H&M. Ég greip allt sem mér leist vel á og þegar ég ætlaði að borga var ekki heimild á kortinu mínu þannig ég safnaði saman einhverju klinki og átti fyrir sokkabuxum! Þegar ég kom út sat vinkona mín á bekk fyrir framan og ég settist við hliðina á henni. Hún tók upp iPodinn og setti á Happiness og sagði við mig að í hvert skipti sem ég heyrði þetta lag skildi ég hugsa um þennan dag og þessa ferð. Þarna sátum við tvær búnar með allan pening, hlustuðum á Happiness og fylgdumst með mannfjöldanum. Þetta lag er eitt af uppáhalds lögunum mínum(ég á það til að segja þetta um flest lög) bæði útaf því að það er svo fallegt og því fylgir þessi skemmtilega minning. Ég hef margoft reynt að fá aðrar vinkonur mínar til að hlusta á þetta lag og er ábyggilega alltaf að segja þessa sögu en þeim finnst lagið skrítið og sagan ekkert spes...



Mér finnst rosa gaman að skrifa og hefur alltaf langað til að vera með blogg. Veit ekki enn hvort ég standi við þetta blogg en ég bjó það til fyrir ári síðan en hef aldrei gert neitt í því. Kannski skrifa ég um tónlist eða tísku eða skrifa bara lygasögur eins og ég geri best.

Anna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli