fimmtudagur, 12. ágúst 2010

Ljósaperur



Mér finnst ljósaperurnar sem hanga úr loftinu á Saffran ótrúlega flottar. Ég og mamma dáumst alltaf að þeim þegar við förum þangað og vorum að pæla í að gera svipað í sumarbústaðnum okkar.



Lindsey Adelman býr til þessar flottu ljósakrónur og var þessi að ofan notuð á ganginum í íbúð Carrie og Big í SITC2 og kostar hún samkvæmt mínum útreikningum litlar 1,7 milljónir.



Anna

miðvikudagur, 11. ágúst 2010

Sharon Montrose









Krúttlegar dýramyndir eftir Sharon Montrose.



Anna

Mörgæsin ég





Keypti mína fyrstu wedges í Svíþjóð í sumar og án djóks mér líður jafn vel á þeim og í hlaupaskónum mínum! Ég er ekki mikil hælamanneskja þar sem mér verður fljótt illt í fótunum og yfirleitt geng ég eins og mörgæs og því voru þessir skór eins og himnasending fyrir mig. Ég dett að meðaltali tvisvar á dag í lágbotna skóm og getið því ýmindað ykkur hve mikið stórslys það er fyrir mig að vera á hælaháum skóm. En lífið er nú ljúft á nýju skónum og fer ég meira að segja út að hlaupa í þeim...



Eins sjúskuð og Cher er í dag þá var hún fáránlega sæt þegar hún var yngri! Vildi óska að hárið mitt væri eins fallegt og sítt og hennar er á þessum myndum. Í fyrra tók ég Britney klikkun á síða hárið mitt hehe og klippti það að öxlum því ég hafði séð mynd af einhverri stutthærðri gellu og fannst það svo flott nema það að ég er enn að jafna mig á þessu og loksins núna er hárið að ná ágætri sídd.

Anna

Dagdraumar Milu







Krúttlegar myndir sem Adele tekur af litlu stelpunni sinni þegar hún sefur á daginn.

Anna

No-ëllk

Ótrúlega flottar myndir eftir grafíska hönnuðinn Elizabeth frá Sydney.







Veit ekki með lagið en myndbandið er klikkað. Leikstýrt af Marco Brambilla sem segist hafa verið fyrir innblástri af freskum Michelangelo í Sixtínsku Kapellunni.

Anna

Klukkur





Hversu ruglaður yrði maður ef klukkan gengi afturábak?





Anna

þriðjudagur, 10. ágúst 2010