fimmtudagur, 12. ágúst 2010

Ljósaperur



Mér finnst ljósaperurnar sem hanga úr loftinu á Saffran ótrúlega flottar. Ég og mamma dáumst alltaf að þeim þegar við förum þangað og vorum að pæla í að gera svipað í sumarbústaðnum okkar.



Lindsey Adelman býr til þessar flottu ljósakrónur og var þessi að ofan notuð á ganginum í íbúð Carrie og Big í SITC2 og kostar hún samkvæmt mínum útreikningum litlar 1,7 milljónir.



Anna

miðvikudagur, 11. ágúst 2010

Sharon Montrose









Krúttlegar dýramyndir eftir Sharon Montrose.



Anna

Mörgæsin ég





Keypti mína fyrstu wedges í Svíþjóð í sumar og án djóks mér líður jafn vel á þeim og í hlaupaskónum mínum! Ég er ekki mikil hælamanneskja þar sem mér verður fljótt illt í fótunum og yfirleitt geng ég eins og mörgæs og því voru þessir skór eins og himnasending fyrir mig. Ég dett að meðaltali tvisvar á dag í lágbotna skóm og getið því ýmindað ykkur hve mikið stórslys það er fyrir mig að vera á hælaháum skóm. En lífið er nú ljúft á nýju skónum og fer ég meira að segja út að hlaupa í þeim...



Eins sjúskuð og Cher er í dag þá var hún fáránlega sæt þegar hún var yngri! Vildi óska að hárið mitt væri eins fallegt og sítt og hennar er á þessum myndum. Í fyrra tók ég Britney klikkun á síða hárið mitt hehe og klippti það að öxlum því ég hafði séð mynd af einhverri stutthærðri gellu og fannst það svo flott nema það að ég er enn að jafna mig á þessu og loksins núna er hárið að ná ágætri sídd.

Anna

Dagdraumar Milu







Krúttlegar myndir sem Adele tekur af litlu stelpunni sinni þegar hún sefur á daginn.

Anna

No-ëllk

Ótrúlega flottar myndir eftir grafíska hönnuðinn Elizabeth frá Sydney.







Veit ekki með lagið en myndbandið er klikkað. Leikstýrt af Marco Brambilla sem segist hafa verið fyrir innblástri af freskum Michelangelo í Sixtínsku Kapellunni.

Anna

Klukkur





Hversu ruglaður yrði maður ef klukkan gengi afturábak?





Anna

þriðjudagur, 10. ágúst 2010

Breakfast at Tiffany's









Anna

Allir vinir mínir eru dauðir





Plakatið af Bamba drottningunni er ofarlega á óskalistanum mínum þessa stundina sem og þessi krúttlega bók All My Friends are Dead sem er full af ókostum heimsins og örugglega fáránlega fyndin. Myndina af landslaginu fann ég á Flickr síðu en þar var alveg fullt af flottum landslags myndum (ýtið á myndina til að fara á síðuna).

Mikið hlakka ég til þegar byrjar að snjóa! Samt ekki því þá þarf ég að setja nagladekk undir bílinn og ég tými því ekki og er hrædd við verkstæði, djók. Samt ekki djók.

Anna

Þakklætisþriðjudagur

Mikið finnst mér gaman að Marc Jacobs ætli að setja línu á markað fyrir stórar gellur. Ekki það að ég sé að fara að eiga efni á einhverju úr þessari línu (þrátt fyrir að ég hafi fengið þjórfé í vinnunni um daginn hehe) en þetta er frábært framtak og vonandi taka aðrir hönnuðir hann til fyrirmyndar.



Marc cute pie fær allar mínar þakkir í dag á þessum yndislega þakklætisþriðjudegi!



Ég skrifaði þennan póst einhvern tímann í nótt í svefngalsa og þá þótti mér þakklætisþriðjudagur svo ótrúlega fyndið að ég grenjaði næstum úr hlátri hehe...

Anna

Vampire Weekend



Um miðjan júní í fyrra tókst okkur gellunum í umferðadeildinni loksins að skipta um útvarpsstöð í vinnubílnum okkar eftir að hafa farið með hann á verkstæði. Þá vorum við búnar að hlusta á Zúúber á hverjum einasta morgni í mánuð og brutust því út svakaleg fagnaðarlæti þegar við gátum loksins skipt yfir á Rás 2 sem er reyndar uppáhalds útvarpsstöðin mín. Það var svo einn ljúfan morgun sem við vorum að vinna í hinum fallega vesturbæ Reykjavíkur (note to self: eiga íbúð þar í framtíðinni) þegar einstaklega skemmtilegt og grípandi lag hljómaði í hátölurunum. Ég vissi ekki hvaða lag þetta var og spurði því tónlistarspekinginn og málningarmeistarann Eddu hvaða lag þetta væri. Þetta lag reyndist vera M79 með þá verðandi uppáhalds hljómsveitinni minni. Þegar ég kom heim úr vinnunni hringdi ég strax í vinkonu mína sem ég deili alltaf með fundnum tónlistar-fjársjóðum og sagði henni frá laginu en það var ekki nýtt fyrir henni því hún átti þegar plötuna með þeim.



Ég vildi óska þess að ég hafi uppgötvað Vampire Weekend fyrr og asnast til að fara á Airwaves 2008 þegar þeir komu hingað að spila!

Anna

Hamingja



Síðasta daginn í skólaferðalagi í Árósum stálumst ég og vinkona mín úr vettvangsferð um einhvern stórglæsilegan skóg til að fara í H&M. Ég greip allt sem mér leist vel á og þegar ég ætlaði að borga var ekki heimild á kortinu mínu þannig ég safnaði saman einhverju klinki og átti fyrir sokkabuxum! Þegar ég kom út sat vinkona mín á bekk fyrir framan og ég settist við hliðina á henni. Hún tók upp iPodinn og setti á Happiness og sagði við mig að í hvert skipti sem ég heyrði þetta lag skildi ég hugsa um þennan dag og þessa ferð. Þarna sátum við tvær búnar með allan pening, hlustuðum á Happiness og fylgdumst með mannfjöldanum. Þetta lag er eitt af uppáhalds lögunum mínum(ég á það til að segja þetta um flest lög) bæði útaf því að það er svo fallegt og því fylgir þessi skemmtilega minning. Ég hef margoft reynt að fá aðrar vinkonur mínar til að hlusta á þetta lag og er ábyggilega alltaf að segja þessa sögu en þeim finnst lagið skrítið og sagan ekkert spes...



Mér finnst rosa gaman að skrifa og hefur alltaf langað til að vera með blogg. Veit ekki enn hvort ég standi við þetta blogg en ég bjó það til fyrir ári síðan en hef aldrei gert neitt í því. Kannski skrifa ég um tónlist eða tísku eða skrifa bara lygasögur eins og ég geri best.

Anna